Fallega dekkað borð er það fyrsta sem gestir taka eftir er þeir koma í mat. Hér eru nokkrar hugmyndir sem henta haustinu vel og auðvelt er að útfæra að eigin vild. Nú þurfum við bara að losna við samkomubannið svo við getum farið að hitta uppáhaldsfólkið okkar aftur yfir góðri steik.
Ekki vera smeyk við að blanda saman litum. Hér er gulur að tóna vel við vinrauðu blómin og grænu eucalyptus greinarnar.
mbl.is/withlovefromkat.com
Leyfðu diskum, dúkum og glösum að vera í látlausari kantinum og raðaðu litríkum blómavösum og kertastjökum saman á bakka.
mbl.is/ emmasvintage.se
Einn af litum haustsins er klárlega appelsínugulur, og því er ekkert til fyrirstöðu að nota grasker til að skreyta matarborðið.
mbl.is/ poppytalk.com
Notaðu ávexti í borðskreytinguna sem tilheyra hverri árstíð fyrir sig. Fíkjur smellpassa vel inn í hauststemninguna.
sinclairandmoore.com
Nordískur mínimalismi þar sem fáir og einfaldir hlutir í dempuðum litartónum setja steminguna á borðið. Takið eftir bómullargreinunum sem koma mjög vel út.
mbl.is/clemaroundthecorner.com
Heill skógur af þurrkuðum blómum, blöðum og berjum í haustlitunum.
mbl.is/homebunch.com