Nautalund með meðlæti sem slær flestu við

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is galdrar hér fram nautalund með meðlæti sem við skilgreinum sem keppnis.

Við erum að tala um sveppasósu, kartöflusmælki í lúxusútgáfu og trufflumajó!

Nautalund með „truffluðu“ meðlæti

Fyrir um 4 manns

Nautalund

  • 800-900 g nautalund
  • 300 ml sojasósa
  • pipar
  • smjör

Aðferð:

  1. Snyrtið lundina og leggið hana í sojasósuna í um klukkustund í marineringu á meðan þið útbúið meðlætið.
  2. Grillið lundina á vel heitu grilli þar til þeim eldunartíma sem þið óskið eftir er náð og nuddið með smá smjöri og piprið þegar hún er tilbúin.
  3. Leyfið kjötinu að hvíla í um 10 mínútur áður en þið skerið í það.

Kartöflur

  • 750 g rauðar kartöflur (eða smælki ef þið komist í slíkt)
  • 1 ½ laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 3 msk. ólífuolía
  • salt og pipar
  • Sacla-truffluolía (tartufo)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Skerið kartöflurnar í 2-4 hluta hverja (eftir stærð), sneiðið niður laukinn og afhýðið hvítlauksrifin.
  3. Veltið öllu saman upp úr ólífuolíu, saltið og piprið og bakið í um 35 mínútur þar til kartöflurnar mýkjast.
  4. Hellið truffluolíu yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum eftir smekk.

Trufflumajónes

  • 120 g majónes
  • 1 hvítlauksrif (rifið)
  • 2 msk. Sacla-truffluolía (tartufo)
  • ½ tsk. pipar

Aðferð:

  1. Pískið allt saman í skál og geymið þar til bera á fram matinn.
  2. Trufflumajónesið er síðan hugsað sem dressing yfir kartöflurnar.

Sveppasósa

  • 125 g kastaníusveppir
  • 125 g portobellosveppir
  • 30 g smjör
  • 500 ml rjómi
  • ½ kryddostur með villisveppum
  • 1 msk. nautakraftur
  • salt og pipar
  1. Skerið niður sveppina og steikið þá upp úr smjörinu þar til þeir mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
  2. Hellið rjómanum yfir og rífið ostinn niður í pottinn.
  3. Leyfið að sjóða niður þar til sósan þykknar og osturinn bráðnar.
  4. Kryddið til með nautakrafti, salti og pipar.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka