Gucci með svalasta matarstell síðari ára

Smaragðsgrænt munstur prýðir skálar og annan borðbúnað frá fyrirtækinu.
Smaragðsgrænt munstur prýðir skálar og annan borðbúnað frá fyrirtækinu. Mbl.is/Gucci

Hér sjáum við einstakan borðbúnað frá tískurisanum Gucci – sem hannar ekki bara guðdómlegar flíkur heldur einnig matarstell sem sker sig úr.

Það væri alls ekki amalegt að dekka veisluborð með eins fallegum og sérstökum borðbúnaði og þessum. Postulínsdiskar, -skálar og -bollastell með smaragðsgrænu Herbarium-munstri Gucci er á meðal þess sem við sjáum í vörulínunni. Innblásið af vintage-textíl með munstri kirsuberjagreina, laufblaða og blóma. Allt framleitt í hátískulandinu Ítalíu.

Í vörulínunni má einnig finna „cloche“, sem er eins konar hattur yfir diska og skálar – og er notað til að hylja eða bera fram mat. Varan tilheyrir nýrri línu frá fyrirtækinu er kallast „Souvenir from Rome“, hannað af Alessandro Michele. Handfangið er ýmist eins og snákur eða héri í laginu og merkt Gucci.

Hér mætti næstum segja að um skúlptúr eða arkitektúr væri að ræða í formi borðbúnaðar – því form, litir, munstur og lögun eru í sérflokki. Þeir sem vilja skoða vörurnar nánar geta gert það HÉR.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Halló fallega matarstell frá Gucci!
Halló fallega matarstell frá Gucci! Mbl.is/Gucci
Vel skreyttur bolli og undirskál frá Gucci.
Vel skreyttur bolli og undirskál frá Gucci. Mbl.is/Gucci
Mbl.is/Gucci
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert