Það er töluvert haust í kortunum og dregur vikuseðillinn okkar dám af því. Hann er sneisafullur af ljúffengum kræsingum eins og við er að búast og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Mánudagur
Þessi fiskréttur er í miklu uppáhaldi en oftar en ekki skipti ég laxinum út fyrir lúðu, löngu eða bleikju. Jafnvel líka þorskhnakka en þeir klikka aldrei.
Þriðjudagur
Pad thai er algjörlega frábær réttur og þessi uppskrift hefur notið gríðarlegra vinsælda á Matarvefnum.
Miðvikudagur
Það er súpudagur í dag enda bullandi haustlægð í gangi. Ég mæli algjörlega með þessari elsku!
Fimmtudagur
Pasta + ostasósa = hamingja.
Föstudagur
Þessi samsetning er mögulega það besta sem ég hef smakkað um dagana ...
Laugardagur
Ég er með nokkurs konar fennel-blæti og veit fátt betra en vel eldaðan mat sem inniheldur þessa dásemd. Þessi réttur er upp á tíu – enda úr smiðju Bon Appetit!
Sunnudagur
Sunnudagurinn minn endar á dásemdarpasta sem lokar annars frábærri viku (vonandi). Elska þetta kombó – pasta + ostur ... fæ hreinlega ekki nóg.