Gin og tónik með kaffiskoti

Gin og tónik með kaffiskoti.
Gin og tónik með kaffiskoti. mbl.is/Bobedre.dk

Gin og tónik með kaffi er fullkominn drykkur til að njóta á góðri kvöldstund. Kaffið passar einstaklega vel á móti beiskjunni í tónikinu og eins á móti klassíska ginbragðinu. Fullkominn drykkur þegar þú vilt gera vel við þig.

Gin og tónik með kaffiskoti

  • 35 ml gin
  • 10 ml espresso, búið að kólna
  • tónik
  • gúrka
  • ísmolar

Aðferð:

  1. Fyllið glasið með ísmolum og hellið gininu yfir.
  2. Setjið kaffið út í glasið og fyllið upp með tónik.
  3. Skreytið með gúrkuskífum.

Uppskrift: Bobedre

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert