Hver segir að smá vodka tár skaði einhvern! Spekingar þarna úti vilja í það minnsta meina að blómin okkar þyrsti í vodka.
Sagt er að nokkrir dropar af vodka séu góðir út í vatnið hjá ferskum blómum, og þá má einnig bæta við smávegis af sykri líka. Þannig mun vöndurinn haldast lengur en ella. Og ef blómin byrja að fölna bætirðu bara meira af vodka út í vatnið og þau munu rísa upp aftur í dag eða tvo.