Ofureinfaldur kjúklingaréttur með fetaosti og pestó

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Þessi kjúklingaréttur sýnir það og sannar að stundum er einfalt langbest!“ segir Berglind Guðmunds á GRGS um þennan gómsæta rétt. Döðlur, fetaostur og pestó búa til dásamlegan bragðkokteil sem ætti að slá í gegn á hverju heimili.

Ofureinfaldur kjúklingaréttur með fetaosti og pestó

  • 3-4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
  • 1 krukka pestó með sólþurrkuðum tómötum frá Filippo Berio
  • 1 krukka fetaostur
  • 6-8 döðlur, steinlausar
  • 1 chilí

Aðferð:

1. Setjið kjúklingabringurnar í ofnfast mót.

2. Látið pestó í skál ásamt fetaostinum og stappið gróflega saman með gaffli. Hellið yfir kjúklingabringurnar.

3. Saxið döðlunar og chilí og látið yfir allt.

4. Setjið inn í 180°C heitan ofn í um 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert