Svona forðastu að fá veiruna í bílinn

Kórónuveiran er ansi lúmsk og getur leynst á hinum ýmsu …
Kórónuveiran er ansi lúmsk og getur leynst á hinum ýmsu stöðum í bílnum. mbl.is/

Við erum búin að venja okkur á góðan handþvott eftir að hafa verið á fjölmennum stað eða í vinnunni. En margir gleyma því að bíllinn er líka staður þar sem veiran getur leynst.

Það eru margir fletir í bílnum sem við snertum; stýrið, handbremsan, handföng, hitastillir, útvarp og svona mætti halda áfram. Því er mjög mikilvægt að halda bílnum hreinum, og þá sérstaklega ef það eru fleiri um að deila bílnum.

Svona heldur þú kórónuveirunni frá bílnum:

  • Sprittaðu hendurnar áður en þú sest inn í bíl.
  • Hreinsaðu bílinn. Það er ráð að spritta alla fleti í honum sem þola slíkt.
  • Þá staði sem þola ekki að vera sprittaðir ætti að þrífa með hreinum klút, vatni og uppþvottalegi. Munið að nota hanska.
  • Haldið bílnum snyrtilegum. Því meira dót sem þú geymir í bílnum, því fleiri staðir þar sem veiran getur tekið sér bólfestu. 
  • Forðist að snerta andlit meðan á akstri stendur – sérstaklega ef þú ert í bíl með öðrum. Hnerrið ekki út í loftið heldur í handarkrikann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert