Dúnmjúkar múffur með eplum

Mjúkar og einfaldar bollakökur með eplum.
Mjúkar og einfaldar bollakökur með eplum. mbl.is/Ragna Björg

Mjúkar, bragðgóðar og einfaldar múffur sem fullkomna þessa vetrardaga. Uppskriftin kemur úr smiðju Rögnu Bjargar sem segir hana svo einfalda að það eina sem til þurfi eru tvær skálar og ein sleif.

Dúnmjúkar múffur með eplum

  • 790 ghveiti
  • 360 g púðursykur
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. matarsódi
  • 5 tsk. lyftiduft
  • 400 g grófbrytjuð epli
  • 500 ml súrmjólk
  • 250 ml matarolía
  • 2 egg
  • 4 tsk. vanilluextrakt (eða vanilludropar)

Krem

  • Flórsykur
  • mjólk
  • vanilludropar eða karamellubragðefni
  • magn af kremi ræðst af því hve mikið þið viljið setja á hverja múffu. Ég notaði tvo bolla af flórsykri og hrærði hann út með mjólk þar til kremið var komið vel saman en þó frekar stíft.

Aðferð:

  1. Setjið öll þurrefni saman í skál og blandið saman.
  2. Setjið öll blautefni saman í skál og blandið saman.
  3. Blandið öllu úr báðum skálum saman, bara samt svo að það sé orðið vel blandað en ekki hræra lengur en það. Hér má nota vissulega nota hrærivél en það þarf ekki.
  4. Grófbrytjið 4-5 epli og blandið saman við.
  5. Raðið múffupappírsformum í múffubakka (nauðsynlegt) og bakið í ofni á tveimur hæðum, á blæstri við 180°C í 25 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert