Dúnmjúkar múffur með eplum

Mjúkar og einfaldar bollakökur með eplum.
Mjúkar og einfaldar bollakökur með eplum. mbl.is/Ragna Björg

Mjúk­ar, bragðgóðar og ein­fald­ar múff­ur sem full­komna þessa vetr­ar­daga. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Rögnu Bjarg­ar sem seg­ir hana svo ein­falda að það eina sem til þurfi eru tvær skál­ar og ein sleif.

Dúnmjúkar múffur með eplum

Vista Prenta

Dún­mjúk­ar múff­ur með epl­um

  • 790 ghveiti
  • 360 g púður­syk­ur
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 5 tsk. lyfti­duft
  • 400 g gróf­brytjuð epli
  • 500 ml súr­mjólk
  • 250 ml matarol­ía
  • 2 egg
  • 4 tsk. vanillu­extrakt (eða vanillu­drop­ar)

Krem

  • Flór­syk­ur
  • mjólk
  • vanillu­drop­ar eða kara­mellu­bragðefni
  • magn af kremi ræðst af því hve mikið þið viljið setja á hverja múffu. Ég notaði tvo bolla af flór­sykri og hrærði hann út með mjólk þar til kremið var komið vel sam­an en þó frek­ar stíft.

Aðferð:

  1. Setjið öll þur­refni sam­an í skál og blandið sam­an.
  2. Setjið öll blautefni sam­an í skál og blandið sam­an.
  3. Blandið öllu úr báðum skál­um sam­an, bara samt svo að það sé orðið vel blandað en ekki hræra leng­ur en það. Hér má nota vissu­lega nota hræri­vél en það þarf ekki.
  4. Gróf­brytjið 4-5 epli og blandið sam­an við.
  5. Raðið múffupapp­írs­form­um í múffu­bakka (nauðsyn­legt) og bakið í ofni á tveim­ur hæðum, á blæstri við 180°C í 25 mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert