Sláandi staðreyndir um bananahýði

mbl.is/Getty Images

Við vitum að þetta gula kalíumpakkaða hýði utan af banana er stórsnjallt í þrif og annað. En má borða það?

Nýverið sást Nigella Lawson á skjánum þar sem hún hendir bananahýði út í karrírétt, er hún eldaði í þáttinum „Cook Eat Repeat“. Það var áhorfandi úti í sal sem lét í sér heyra og sagði sjónvarpskokkinn hafa gengið of langt.

En það má sannarlega borða bananahýði, þau eru rík af næringarefnum eins og kalíum, hollum trefjum, fjölómettaðri fitu og mikilvægum amínósýrum. Sýnt hefur verið fram á að trefjar hjálpi blóðsykrinum og styrki hjartað – og kalíum er mikilvægt fyrir blóðþrýstinginn, verndar beinin og dregur úr líkum á að fá nýrnasteina. Það er þó afar brýnt að minnast á að þörf er á að þvo bananann vel ef þú ætlar að gæða þér á hýðinu, eða kaupa lífrænt ræktaða banana.

Bananahýði smakkast ekki eins og mjúkur ávöxturinn, því hýðið er meira gúmmíkennt og beiskt. Mörgum finnst gott að borða hýðið eftir að það hefur verið eldað. Ein leið til að nota bananahýði í matargerð er að setja það í blandara og nota í bananabrauð. Eins þykir lostæti að sjóða það eða steikja á pönnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert