Þess vegna skaltu geyma ullarsokka í bílnum

Munum eftir ullarsokkunum í bílinn yfir veturinn, þeir koma að …
Munum eftir ullarsokkunum í bílinn yfir veturinn, þeir koma að góðum notum. mbl.is/craigdearden.co.uk

Ullarsokkar eru alls ekki bara til að halda á okkur hita – því þeir geta komið að góðum notum fyrir bílinn á köldum vetrardögum.

Veturinn er stórkostlegur, en það getur verið pirrandi að koma út á morgnana og rúðuþurrkurnar virka ekki sem skyldi vegna frosts og snjós. Því er stórsnjallt ráð að klæða rúðuþurrkurnar í ullarsokka, og þá heyrir vandamálið sögunni til.

Annað gott ráð er að geyma alltaf par af ullarsokkum í bílnum. Því ef svo óheppilega vill til að þú festir bílinn í snjó, þá skaltu klæða þig í sokkana yfir skóna. Ullarsokkarnir eru nefnilega svo geggjaðir að þeir hjálpa þér að standa stöðugri í snjónum þegar ýta þarf bílnum upp úr skaflinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert