Grýla nú fáanleg í dós

Grýla er nýr jólabjór frá brugghúsinu Ölverk.
Grýla er nýr jólabjór frá brugghúsinu Ölverk. Mbl.is/Ölverk

Fyrsti bjórinn frá brugghúsi Ölverks, sem settur er í dós, er lentur í sérvöldum vínbúðum landsins. Bjórinn kallast Grýla og þykir með þeim betri.

„Goshverinn Grýla í Hveragerði og samnefnd skessa eiga það sameiginlegt að hafa mildast töluvert með árunum. Þessi notalegi hátíðarbjór er til heiðurs þeim báðum. Hann er rafgullinn og ilmar af malti, kanil, furu og appelsínu. Bragðið er margslungið og kryddað dökkri karamellu. En þó að Grýla búi í köldum helli er betra að leyfa henni að ylja sér aðeins áður en hún er drukkin,” segir í fréttatilkynningu Ölverks á Facebook.

Umbúðirnar eru í jólalitunum, en það var auglýsingastofan Cirkus sem sá um hönnunina. Grýla er fáanleg í Vínbúðinni Hveragerði, Selfossi, Skútuvogi, Heiðrúnu, Garðabæ og Kringlunni. Eins má nálgast Grýlu á Ölverki og gæða sér á ljúffengri pítsu í leiðinni. Gleðileg Grýlujól!

Grýla er mætt í helstu Vínbúðir landsins.
Grýla er mætt í helstu Vínbúðir landsins. Mbl.is/Ölverk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert