Hvenær er ráð að skipta um eldhúsinnréttingu?

Er kominn tími á eldhúsinnréttinguna? Þá er gott að meta …
Er kominn tími á eldhúsinnréttinguna? Þá er gott að meta hvort þurfi að skipta henni alveg út eða hvort það megi nýta það sem fyrir er. Mbl.is/Svane.com

Nýtt eldhús er hvorki fljótleg né ódýr fjárfesting, þá sérstaklega ef þú ætlar að fjárfesta í splúnkunýju eldhúsi. En það þarf ekki að vera eins dýrt og þú heldur að fá nýtt eldhús.

Það eru margir möguleikar fyrir hendi þegar endurnýja á eldhúsið. Að rífa það gamla úr og setja nýtt er bara einn kostur. Annar möguleiki er að halda gömlu einingunum og skipta þá út hurðum, skúffum, borðplötum, eyjunni eða einhverju öðru.

Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa til hliðsjónar áður en þú ræðst í framkvæmdir á gömlu eldhúsinnréttingunni.

  • Spurðu sjálfan þig hversu „langt“ þú ætlar með verkefnið. Veltu fyrir þér hvað það er sem þér líkar vel við eldhúsið og hvað ekki. Eru sátt/ur við skipulagið og skápaplássið, og langar í smávægilegar breytingar? Þá getur uppfærsla af gamla eldhúsinu verið góð lausn.
  • Það er einfalt að skipta um framhliðar á skápum og skúffum. Fyrir utan að það er mun ódýrari lausn og betri fyrir umhverfið. Það má líka skipta út einstaka skápum sem hafa orðið fyrir vatnstjóni eða slíku á lífsleiðinni.
  • Ef þú heldur því innvolsi sem fyrir er, þá sleppur þú við allskyns lagfæringar og smíðavinnu sem annars er tímafrek og kostnaðarsöm. Við viljum öll spara smá pening og nota aurinn upp í betri græjur eða sumarfrí með fjölskyldunni. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert