Svona losar þú límklístur á einfaldan hátt

Það er auðveldara en þú heldur að losa um límklístur.
Það er auðveldara en þú heldur að losa um límklístur. mbl.is/

Lím og klíst­ur eft­ir límmiða eða verðmiða get­ur hljómað eins og góð æskuminn­ing. En það er alls ekki smart að sjá hús­gögn, bæk­ur eða leirtau með lím­kless­um – og þá kem­ur þetta frá­bæra hús­ráð til sög­unn­ar. Eina sem til þarf er hár­blás­ari, strau­járn, edik og olía.

Hár­blás­ari

Hár­blás­ar­inn er frá­bær til að losa um lím og skil­ur ekki eft­ir sig neina olíu eða skaðleg efni ef þú þarft að losa um lím á veggj­um eða trévör­um. Passaðu bara að halda blás­ar­an­um í hæfi­legri fjar­lægð og blása bara í 10-20 sek­únd­ur í einu.

Strau­járn

Við not­um strau­járnið á hluti sem þola hita. Leggðu rakt viska­stykki ofan á límmiðann eða klístrið og straujaðu yfir. Notaðu ólífu­olíu eða spritt til að fjar­lægja rest­arn­ar – ef hlut­ur­inn þolir slíkt.

Edik

Ef lím­klístrið sit­ur á þannig stöðum að þú kemst hvorki að með hár­blás­ar­ann né strau­járnið kem­ur ed­ikið sterkt inn. Settu smá edik í hrein­an klút og nuddaðu klístrið á bak og burt.

Ólífu­olía

Olí­an virk­ar á sama máta og ed­ikið. Settu olíu í hrein­an klút og byrjaðu að nudda límmiðann sem þarf að losa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert