Veitingastaðir eru ótrúlega útsjónarsamir þegar kemur að því að hagræða hlutunum vegna heimsfaraldursins. Og hér erum við að sjá fyrsta pítsasjálfsalann sem finna má í Bretlandi.
Pizza Bella sem staðsettur er í Bristol, býður nú viðskiptavinum sínum upp á steinbakaðar pítsur í gegnum sjálfsala út á götu. Þú einfaldlega pantar uppáhalds pítsuna þína á snertiskjá og bíður í heilar þrjár mínútur þar til hún er klár – rjúkandi heit og ljúffeng. Og engin samskipti fara fram við starfsmenn sem þýðir minni áhætta fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Það er frábært að sjá nýsköpun blómstra á tímum sem þessum.