Geggjaður kjúklingaréttur með kasjúhnetum

Ljósmynd/Tinna Alavis

Þessi uppskrift er algjörlega fullkomin núna  korter í aðventu þar sem við erum farin að þrá meira sælkerafæði í líf okkar.

Það er engin önnur en Tinna Alavis sem á heiðurinn af þessum rétti og við hvetjum ykkur svo sannarlega til að prófa.

Geggjaður kjúklingaréttur með kasjúhnetum

  • 1 bakki kjúklingabringur
  • ólífuolía
  • 200 g kasjúhnetur
  • 2 laukar
  • 6 hvítlauksrif (söxuð)
  • 1 rauð paprika
  • 1 brokkolíhaus
  • 1 kjarnhreinsað chili (saxað)
  • 10 cm stilkur af blaðlauk
  • 3-4 dl ostrusósa

Aðferð:

  1. Byrjið á að rista kasjúhneturnar á heitri pönnu í stutta stund og setjið til hliðar. Setjið vel af olífuolíu á pönnuna og steikið lauk, hvítlauk og blaðlauk ásamt chili þar til allt fer að brúnast aðeins. 
  2. Bætið kjúklingabitunum út á pönnuna og kryddið með salti & pipar. Steikið þar til kjúklingurinn er farinn að taka á sig smá lit og bætið þá við brokkolíi, papriku og kasjúhnetum, ásamt ostrusósu (ég er ekkert að spara hana enda svakalega góð í þennan rétt).
  3. Látið malla í 20 mínútur á meðalháum hita og veltið um pönnuna af og til í þennan tíma.
  4. Ég ber réttinn fram með hrísgrjónum eða núðlum.
Ljósmynd/Tinna Alavis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka