Bretlandsdrottning setur gin á markað

Drottningin er sælkeri mikill og elskar að staupa sig á …
Drottningin er sælkeri mikill og elskar að staupa sig á gini yfir daginn. mbl.is/PA

Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing er sæl­keri mik­ill og kynn­ir nú nýtt gin sem inni­held­ur ávexti og jurtir úr garðinum við Sandring­ham-kast­al­ann.

Drottn­ing­in er þekkt fyr­ir að fá sér eitt staup í lok hvers dags, og er gin í miklu upp­á­haldi hjá henn­ar há­tign sem virðist staupa sig líka fyr­ir mat­inn ef marka má heim­ild­ir. Og nú geta aðdá­end­ur kon­ungs­veld­is­ins fengið að smakka, þar sem ginið er komið í sölu. Ginið kall­ast „Sandring­ham Celebrati­on Gin“ og kost­ar 50 cl flaska rétt um 9.000 krón­ur ís­lensk­ar - og er eimað í bú­inu í Norður-Nor­folk, í tak­mörkuðu magni.

Þetta er þriðja vín­teg­und­in sem er markaðssett af kon­ungs­fjöl­skyld­unni. Karl Bretaprins setti einnig ný­verið á markað líf­rænt Highgrove-gin sem þykir af­burðag­ott. 

Merk­ing­arn­ar á flösk­unni bera að sjálf­sögðu hina kon­ung­legu kór­ónu og státa af því að ginið inni­haldi eini­berjatóna og sítru­skeim. All­ur ágóði af gin­inu renn­ur til „The Royal Col­lecti­on Trust“, góðgerðar­stofn­un­ar­inn­ar.

Glæsileg nýja ginflaskan frá breska konungsveldinu.
Glæsi­leg nýja gin­flask­an frá breska kon­ungs­veld­inu. mbl.is/​East Anglia News Service
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert