Svona gerir þú besta sesarsalat í heimi

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Ef það er eitthvað sem við þurfum á að halda núna er það eitthvað grænt og gott. Þess vegna er þetta salat meira en fullkomið og til að toppa það má mæla 100% með dressingunni sem notuð var enda algjört sælgæti.

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að salatinu sem hún segist hafa tekið upp á næsta stig – og við tökum heilshugar undir þá fullyrðingu.

Djúsí sesarsalat með kjúkling

Fyrir um 4 manns

  • 1 flaska Hellmann‘s Ceasar salad dressing með smoked garlic (mögulega meira, fer eftir smekk)
  • 1 pk. kjúklingalærakjöt
  • Kjúklingakrydd
  • 200 g stökkt mulið beikon
  • Romaine-salat
  • ½ brokkolihaus
  • 1 granatepli
  • Lúka af vínberjum
  • Brauðteningar
  • Parmesanostur
  • Ólífuolía til steikingar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°C og steikið kjúklinginn upp úr olíu á meðan, rétt til þess að brúna hann aðeins og loka honum. Færið þá yfir í eldfast mót og setjið í ofninn í um 15-20 mínútur (eftir stærð bitanna).
  2. Skerið niður salat, brokkoli, vínber og náið fræjunum úr granateplinu.
  3. Skerið kjúklinginn í sneiðar þegar hann er tilbúinn og blandið öllum hráefnum saman í skál og berið fram. Setjið rúmlega helminginn af dressingunni saman við og hrærið saman og síðan getur hver og einn skammtað sér meiri dressingu að vild.
  4. Gott er að hafa brauðteninga í salatinu og þá má ýmist setja í salatið áður en öllu er blandað saman eða eftir á, samhliða parmesan-ostinum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert