Yfir tíu þúsund kalkúnar aflífaðir

Fuglaflensa hefur brotist út í Bretlandi.
Fuglaflensa hefur brotist út í Bretlandi. Mbl.is/Getty images

Fuglaflensufaraldur hefur brotist út í Bretlandi á bresku kalkúnabýli í Norður-Yorkshire, og verða kalkúnarnir allir aflífaðir. Þetta hefur verið staðfest af umhverfis- og matvælastofnunni Defra þar ytra.

Um er að ræða fuglaflensu af stofninum H5N8 og var það formlega staðfest laugardaginn 28. nóvember. Fuglarnir á bænum verða felldir til að takmarka útbreiðslu sjúkdómsins. Einnig hefur verið gefið út að atvikið muni ekki hafa nein áhrif á kalkúnabirgðir fyrir þessi jólin – það sé nóg til í landinu.

Fuglaflensa getur borist í menn, þó aðeins í mjög sjaldgæfum tilvikum, og hefur umrædd flensa ekki borist í mannfólk áður að því er best er vitað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert