Þetta vissir þú ekki um vanillustangir

Vanillustöng er allt að 30 cm að lengd áður en …
Vanillustöng er allt að 30 cm að lengd áður en hún er þurrkuð. Mbl.is/nonnabox.com

Jólabaksturinn er hafinn fyrir alvöru og oftar en ekki koma vanillustangir þar við sögu. En hver er sagan á bak við vanillustöngina sem við kaupum úti í búð og tökum sem sjálfsögðum hlut?

  • Vanilla er í raun fræplanta frá trópikal orkídeu.
  • Plantan hefur verið ræktuð í mörg hundruð ár í Mexíkó og er einnig ræktuð í dag í Madagaskar og Indónesíu.
  • Þegar blóm plöntunnar opnar sig eru vanillustangirnar handtíndar og geta verið allt að 30 cm langar. Eftir það fara stangirnar í gegnum sérstakt ferli þar sem þær eru þurrkaðar í 4 vikur.
  • Fersk vanillustöng er næstum gyllt að lit og alveg bragðlaus. En þegar hún þornar dekkist hún og framkallar þetta dásamlega vanillubragð.
  • Þurrkuð vanillustöng vegur um 3-10 grömm.

Svona býrðu til þinn eigin vanillusykur

  • Settu fræhreinsaðar vanillustangir í krukku með sykri og lokaðu vel. Láttu standa í að minnsta kosti eina viku.
  • Sykurinn dregur í sig vanillubragðið, þó ekki eins sterklega og ekta vanillusykur) – en er fullkominn til að setja í stað venjulegs sykurs í bakstur eða strá yfir graut og kökukrem.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert