Sósan sem sögð er svívirðilega góð

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Meistari Berglind Hreiðars skellti í eitt stykki purusteik að hætti pabba síns og gerði með henni sósu sem hún var svo ánægð með að leitun er að öðru eins.

Sem sérlegur áhugavefur um svívirðilegar sósur stóðumst við ekki freistinguna og fengum að birta þessa tímamótasósuuppskrift.

Brún sósa

  • 1 pk. Toro Fløtesaus
  • 1 pk. Toro Brun Saus
  • 30 g smjör
  • 1 laukur (saxaður smátt)
  • 500 ml soð frá purusteikinni
  • 500 ml rjómi
  • 2 msk. púðursykur
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Steikið laukinn upp úr smjöri þar til hann mýkist, kryddið með salti og pipar.
  2. Hellið soðinu í pottinn og hrærið sósuduftinu saman við.
  3. Bætið þá rjóma og púðursykri saman við, náið upp suðunni og leyfið síðan að malla og smakkið til með salti og pipar.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka