Við fáum hreinlega ekki nóg af vörunum frá Ro Collection, sem gleðja augað við hvert tækifæri uppi á borðum. Ro er danskt vörumerki og framleiðir vörur sem hannaðar eru af ástríðu, þar sem ástríðan liggur öll í handverkinu og gæðunum.
Ro Collection leggur mikinn metnað í að gera hverja vöru einstaka, sem sést vel í fagurlöguðu matarstellinu þeirra. Formið á hverri einustu vöru er handgert í upphafi, og hver vara er vandlega yfirfarin í höndum í lokaframleiðsluferlinu. Öll framleiðsla fer fram í Evrópu og því nánast í heimabyggð sem auðveldar allt ferlið og flutning.
Keramíkina þeirra má setja inn í ofn og í uppþvottavél, því verða vörurnar enn meira fjölnota. Við höfum áður sagt hér á matarvefnum frá fallegustu lasagneskál allra tíma, sem passar svo vel undir girnilega rétti eða sem ávaxtaskál þegar ekki í notkun undir heitan mat.
En það er ekki bara fallegt matarstell sem fæst frá Ro Collection því við sjáum einnig fallega húsmuni eins og vasann þeirra Hurricane. Vasi sem trónir hæst af öllum þeim sem finnast á markaðnum í dag – enda nánast skúlptúr út af fyrir sig. Það má einnig skreyta vasann með kerti sem gefur frá sér hlýja birtu.