Hillan sem fagurkerar landsins halda ekki vatni yfir

Fallegasta hilla landsins í eldhúsið, er íslensk hönnun.
Fallegasta hilla landsins í eldhúsið, er íslensk hönnun. Ljósmynd/Lára Gunnarsdóttir

Það hefur varla farið framhjá neinum fagurkera þessa lands, að íslenska hönnunarstúdíóið FORMER hannar eldhúshillu sem þykir sú fallegasta. Hillan stelur senunnni í öllum þeim eldhúsum sem hún prýðir.

Það eru Ellert og Rebekka sem standa á bak við FORM(ER), er stofnað var í byrjun árs. Hjónin eru bæði arkitektar og segja ferðalagið að nýja fyrirtækinu hafa byrjað þegar þau leituðu að bekk í forstofuna heima – en fundu ekki þann eina rétta. „Við fundum ekki það sem vorum að leita að; nothæfa og fallega mublu í forstofuna þar sem hún var svo stór partur af alrýminu. Áður en við vissum af vorum við búin að hanna heila vörulínu með það að markmiði að útbúa einfaldar vörur með fjölbreytt notagildi,“ segir Rebekka.

VERA – stoppum og stöldrum við

Vörurnar bera það skemmtilega heiti „VERA“, en Rebekka segir vörurnar hugsaðar sem góðan grunn fyrir notandann – til að gera vöruna að sinni. „Skemmtilegustu heimilin sem maður kemur inn á eru heimili með persónuleika. Í dag er auðvelt að sækja sér innblástur og fá hugmyndir frá öðrum og því fannst okkur mikilvægt að hanna vörur þar sem notandinn getur gert hlutina að sínum. Og „að vera“ er áminning um það að stundum er gott að stoppa og staldra við,“ segir Rebekka. „Annar mikilvægur þáttur var að hanna vörur sem hafa sögulegt gildi. Bekkurinn er innblásinn af gamla símabekknum og hillurnar úr eldhúsi frá sjöunda áratugnum þar sem það voru oft fljótandi efri skápar yfir eldhúsbekkjum.“

Endalausir möguleikar

VERA-hillan er tilvalin yfir eyjuna í eldhúsinu, og smellpassar líka yfir eldhúsbekk eða skenk. Hillan er fullkomin undir potta, pönnur, bolla, diska, glös, bækur – jafnvel stofustáss, mat eða kryddjurtir. Möguleikarnir á uppröðun eru endalausir! „Þriðjungur hillunnar er með opna enda, sem er sérstaklega hugsað fyrir glös. Restin af hillunni er með bárað gler sem hægt er að smella í og úr eftir þörfum og hleypir birtu í gegn. Hillan brýtur upp rýmið þar sem hún hangir neðan úr loftinu, og myndar eins konar rými innan rýmis. Auk þess skapar hún fallegan ramma í eldhúsið, og stöðugt er hægt að breyta ásýnd hennar með mismunandi uppröðun,“ segir Rebekka.

Aðspurð segir Rebekka að nýjar vörur séu væntanlegar á komandi ári – við munum sjá vegghillu í eldhúsið ásamt rekka, sem mun líta dagsins ljós í byrjun nýs árs. En fyrst koma jólin, og hafa þau hjónin skreytt heimilið fyrr í ár en vanalega. En hvað verður í jólamatinn? „Við erum rosalega vanaföst þegar jólin eru annars vegar og erum með hamborgarhrygg á aðfangadag en ætlum að krydda upp á meðlætið með hryggnum í ár. Við erum vanalega með heimatilbúinn ís en í ár ætlum við líka að prufukeyra crème brulee,“ segir Rebekka að lokum.

Vörurnar frá FORMER fást í vefverslun þeirra, former.is. Eins í versluninni Epal og nú einnig hjá Nomad.

Hjónin, Rebekka og Ellert, standa á bak við hönnunarstúdíóið FORMER.
Hjónin, Rebekka og Ellert, standa á bak við hönnunarstúdíóið FORMER. Ljósmynd/Lára Gunnarsdóttir
Stórglæsileg hilla í eldhúsið!
Stórglæsileg hilla í eldhúsið! Ljósmynd/Lára Gunnarsdóttir
Ljósmynd/Lára Gunnarsdóttir
Bekkur úr vörulínunni VERA - innblásinn af gamla símabekknum,
Bekkur úr vörulínunni VERA - innblásinn af gamla símabekknum, Ljósmynd/Lára Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert