Gordon Ramsay birti myndband af sér í eldhúsinu sínu og það er þess virði að sýna ykkur og gott betur. Þetta eldhús er á heimili hans í Lundúnum.
Við erum að tala um heimsklassaeldhús sem myndi sóma sér vel inni á hvaða veitingastað sem er en Ramsay notar eldhúsið mikið í myndböndum sínum og ættu einhverjir að kannast við það. Takið sérstaklega eftir eyjunni sem er meistarastykki og sérhönnuð til að elda á. Koparpottarnir setja líka punktinn yfir i-ið.
Hann er með Dualit brauðrist, KitchenAid hrærivél, matvinnsluvél og pressukönnu fyrir kaffið sitt svo fátt eitt sé nefnt. Hann er með tvo innbyggða ofna og í eyjunni eru fjórir ofnar hið minnsta.
Eldhúsið er bjart og fallegt, með shaker innréttingu í fallegum lit og stóran og góðan vask.