Heitasta matartrendið á netinu í dag

Nýjasta æðið er að setja
Nýjasta æðið er að setja "ostabakkann" í krukkur og bera þannig fram fyrir gesti. mbl.is/Instagram

Jólin snúast meira og minna um góðan mat og samverustundir, og þar erum við í fremstu víglínu. Heitasta trendið á netinu í dag snýst einmitt um nýstárlega útgáfu af ostabakka  og hugmyndin er geggjuð.

Sama hvað við röðum miklum mat ofan í okkur í desember virðist alltaf vera til pláss fyrir aðeins meira. Og nýjasta trendið kallast „jarcuterie“ – sem snýst um það að deila samverustundum með ástvinum án þess að allir séu að gramsa ofan í sama ostabakkanum eða álíka, vegna kórónaveirufaraldursins.

Hér sjáum við glerkrukkur, fylltar með ostum, skinku, ávöxtum og ólífum, sem hver og einn getur notið úr sínu sæti – án þess að teygja sig yfir mann og annan. Hugmyndin er stórsnjöll og falleg fyrir augað líka.

Snjöll og stórgóð hugmynd!
Snjöll og stórgóð hugmynd! mbl.is/Instagram
Það má að sjálfsögðu nota venjuleg glös eða annað sem …
Það má að sjálfsögðu nota venjuleg glös eða annað sem til fellur á heimilinu. mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert