Heitasta matartrendið á netinu í dag

Nýjasta æðið er að setja
Nýjasta æðið er að setja "ostabakkann" í krukkur og bera þannig fram fyrir gesti. mbl.is/Instagram

Jól­in snú­ast meira og minna um góðan mat og sam­veru­stund­ir, og þar erum við í fremstu víg­línu. Heit­asta trendið á net­inu í dag snýst ein­mitt um ný­stár­lega út­gáfu af osta­bakka  og hug­mynd­in er geggjuð.

Sama hvað við röðum mikl­um mat ofan í okk­ur í des­em­ber virðist alltaf vera til pláss fyr­ir aðeins meira. Og nýj­asta trendið kall­ast „jarcu­terie“ – sem snýst um það að deila sam­veru­stund­um með ást­vin­um án þess að all­ir séu að gramsa ofan í sama osta­bakk­an­um eða álíka, vegna kór­óna­veirufar­ald­urs­ins.

Hér sjá­um við glerkrukk­ur, fyllt­ar með ost­um, skinku, ávöxt­um og ólíf­um, sem hver og einn get­ur notið úr sínu sæti – án þess að teygja sig yfir mann og ann­an. Hug­mynd­in er stór­snjöll og fal­leg fyr­ir augað líka.

Snjöll og stórgóð hugmynd!
Snjöll og stór­góð hug­mynd! mbl.is/​In­sta­gram
Það má að sjálfsögðu nota venjuleg glös eða annað sem …
Það má að sjálf­sögðu nota venju­leg glös eða annað sem til fell­ur á heim­il­inu. mbl.is/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert