Jóladesertinn þarf ekki að vera flókinn og ris a la mande er í miklu uppáhaldi á flestum heimilum. Hér er hann settur í falleg glös sem er ákaflega smart og þá er líka auðveldara að fela möndluna ef einhver er.
Það er engin önnur en Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is sem á heiðurinn af þessari snilld.
Dugar í um 10 glös/skálar (eftir stærð)
Grauturinn
Bræðið smjörið í stórum potti og hellið mjólkinni næst saman við og hitið að suðu.
Þá má hræra hrísgrjónin saman við og gott er að hræra nokkrum sinnum í þeim fyrstu mínúturnar til að þau festist síður við botninn.
Lækkið hitann vel niður og bætið sykri og salti í pottinn.
Skafið fræin úr vanillustöngunum og bætið saman við og leyfið stöngunum sjálfum að malla með í pottinum (takið þær síðan úr í lokin).
Grauturinn má malla við vægan hita í um 35 mínútur og gott er að hræra í honum nokkrum sinnum á meðan.
Grautinn þarf síðan að kæla áður en öðrum hráefnum er blandað saman við hann. Hægt er að útbúa grautinn sjálfan deginum áður og geyma í kæli.
Önnur hráefni
Léttþeytið saman rjóma og flórsykur og vefjið varlega saman við kældan grautinn. Gott er að brjóta grautinn fyrst upp með gaffli.
Setjið graut í fallegar skálar/glös, kirsuberjasósu yfir og að lokum ristaðar möndluflögur.
Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.