Við megum ekki gleyma vínáhugamanninum á jólunum, því viðkomandi á skilið góðar gjafir sem og allir aðrir. Hér koma nokkrar hugmyndir sem ættu að gleðja undir trénu í ár.
Glerrör með þrifbursta fyrir þá sem hugsa um umhverfið. Fást í Kokku, sex rör í pakka – verð 2.890 kr.
mbl.is/Serax
Lögulegur kokteilhristari úr ryðfríu stáli. Fæst í Líf og list – verð 6.810 kr.
mbl.is/Urban Bar
Kristals kokteilglös í fagurbleikum lit frá Frederik Bagger. Fást einnig glær eða í öðrum litum í Epal – 11.900 kr. tvö í pakka.
mbl.is/Frederik Bagger
Ísnál með hamri hljómar eins og verkfæri úr frægri Hollywood bíómynd þar sem Kim Basinger fór með aðalhlutverkið. En þetta er mikilvægt verkfæri þegar mylja á t.d. ís út í kokteila. Fæst í Kokku – verð 3.950 kr.
mbl.is/Urban Bar
Það er enginn maður með mönnum nema að eiga kampavínstappa gjafasett sem þetta. Fæst í Kokku – verð 7.890 kr.
mbl.is/Pulltex
Einfaldur en smart vínupptakari frá Zone Denmark. Fáanlegur í Bast – verð 7.995 kr.
mbl.is/Zone