Ný lífsstílsverslun opnuð í miðbænum

M I K A D O er ný lífsstílsverslun með …
M I K A D O er ný lífsstílsverslun með fallegar vörur til heimilisins.

Dásamlega falleg hönnunarverslun og sköpunarhús hefur verið opnað í miðbæ Reykjavíkur og kallast M I K A D O. Verslunin er í eigu Einars Guðmundssonar og Arons Freys Heimissonar.

Það er einstaklega jákvætt að sjá nýjar verslanir opnaðar á tímum sem þessum í hjarta borgarinnar, en Mikado er til húsa á Hverfisgötu 50, þar sem Húrra var áður. Það er hér sem fagurfræði, hönnun og prent mætast í glæstum vörum undir íslenskum, japönskum og skandinavískum áhrifum. Og við erum kolfallin!

Hér má finna fallegustu reykelsin, stílhreint leirtau og afar smart tekatla. Eins eru bollar, mjólkurkönnur, kerti, bakkar og kökustandar svo eitthvað sé nefnt í versluninni. Allt undursamlega stílhreint og fallegt.

Collage teketillinn frá Serax er nýtískuleg útgáfa af hinum hefðbundna …
Collage teketillinn frá Serax er nýtískuleg útgáfa af hinum hefðbundna japanska tekatli og sækir innblástur í einfalda fagurfræði japanskrar hönnunar. Tepottinn er gerður úr endingargóðu steypujárni og hefur einstaklega gott jafnvægi á milli forms og efnis. Mbl.is/Mikado
Kökustandur sem hannaður var af Michelin-kokkinum Sergio Herman og dregur …
Kökustandur sem hannaður var af Michelin-kokkinum Sergio Herman og dregur innblástur sinn frá japönsku hugmyndinni um Wabi-Sabi, eða það að finna fullkomnun í ófullkomleikanum. Mbl.is/Mikado
Gullfallegur reykelsisstandur, Circa frá Cinnamon Projects, grípur öskuna sem fellur …
Gullfallegur reykelsisstandur, Circa frá Cinnamon Projects, grípur öskuna sem fellur til við brennslu reykelsa og nýtist vel til að ná friðsælli stund með eftirlætis lyktinni þinni. Mbl.is/Mikado
Viðarbakkar frá Serax sem virðast fljóta vegna útstæðra brúna. Bakkarnir …
Viðarbakkar frá Serax sem virðast fljóta vegna útstæðra brúna. Bakkarnir koma í þremur stærðum og eru úr birkivið. Mbl.is/Mikado
Olíulampi frá sænska merkinu Wästberg. Hér er lampinn Holocene No. …
Olíulampi frá sænska merkinu Wästberg. Hér er lampinn Holocene No. 1 eftir breska hönnuðinn Ilse Crawford. Mbl.is/Mikado
Verslunin er staðsett að Hverfisgötu 50.
Verslunin er staðsett að Hverfisgötu 50. Mbl.is/Mikado
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert