Einn af okkar ástsælustu listamönnum, Ólafur Elíasson, birti listrænar matarmyndir á instagramsíðu sinni – sem fanga augað og fá okkur til að líta mat öðrum augum.
Ólafur er að vekja athygli á nýútkominni þýskri uppskriftabók sem ber heitið „FÜR VIELE“ eða „Fyrir marga“. Í bókinni má finna úrval af dýrindis réttum, og eins á hún að veita kokkum og áhugakokkum innblástur í eldhúsinu. Útkoman er einfaldir, fjölbreyttir og bragðgóðir réttir sem henta stórum sem smáum eldhúsum.
Við leyfum myndunum að tala sínu máli.