Siggi Hall slær í gegn í nýrri auglýsingaherferð

Siggi Hall er mikill aðdáandi Nordic Wasabi, og hrósar vörunni …
Siggi Hall er mikill aðdáandi Nordic Wasabi, og hrósar vörunni hástert. Mbl.is/ Nordic Wasabi

Nordic Wasa­bi hef­ur verið að gera það gott á ár­inu sem er að líða og hef­ur var­an þeirra ratað á sum bestu veit­inga­hús Íslands og Evr­ópu, ásamt því að vera dá­sömuð af stjörnu­kokk­um víða um heim.

Einn af þeim kokk­um sem dá­sama Nordic Wasa­bi hér á landi er okk­ar ást­sæli sjón­varp­s­kokk­ur Sig­urður Hall – en hann er mik­ill aðdá­andi vörumerk­is­ins. Í nýj­ustu aug­lýs­inga­her­ferð fyr­ir­tæk­is­ins kem­ur Siggi fram í nokkr­um stikl­um sem hafa yf­ir­skrift­ina „Siggi seg­ir“, þar sem hann kem­ur ým­ist með góð ráð eða fleyg­ar jóla­kveðjur sem tengj­ast Nordic Wasa­bi. Hann mæl­ir meðal ann­ars með því að hrista upp í hefðunum í ár og að „um gleðileg jól gef­um við wasa­birót“, seg­ir Siggi. En mynd­bönd­in með Sigga má finna á youtu­ber­ás­inni HÉR.

Stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Nordic Wasa­bi, Ragn­ar Atli Tóm­as­son, seg­ir það hafa verið frá­bært að hafa Sigga Hall í sínu liði, þar sem fáir á Íslandi hafi jafn­mik­il áhrif á kynn­ingu á ís­lensk­um mat­væl­um, hér­lend­is og á er­lendri grundu. „Að fá stuðning hans er mik­ill heiður og sýn­ir að við erum með hágæðavöru í hönd­un­um. Þegar við höfðum sam­band við hann til að fá hann til að segja nokk­ur orð fyr­ir litla jóla­aug­lýs­ingu fór sjón­varp­s­kokk­ur­inn í gang af sinni al­kunnu reynslu og við enduðum með fjölda mynd­brota sem úr varð safn heil­ræða sem við sett­um í hátíðarbún­ing með dyggri aðstoð aug­lýs­inga­stof­unn­ar TVIST. Erum mjög ánægð með út­kom­una og það varð í raun erfitt að velja úr öll­um gull­mol­un­um,“ seg­ir Ragn­ar Atli.

Jurt. ehf., sem rækt­ar Nordic Wasa­bi, var eitt af þeim fyr­ir­tækj­um sem fengu út­hlutað úr fyrstu út­hlut­un mat­væla­sjóðs nú á dög­un­um og verður spenn­andi að fylgj­ast með þróun fyr­ir­tæk­is­ins árið 2021. Gjafaaskja Nordic Wasa­bi er full­kom­in jóla­gjöf fyr­ir mat­gæðinga alls staðar og enn er tími til að klára síðustu jóla­gjaf­irn­ar á nordicwasa­bi.is.

Fallegar gjafaöskjur frá Nordic Wasabi - tilvalin jólagjöf fyrir matgæðinginn.
Fal­leg­ar gjafa­öskj­ur frá Nordic Wasa­bi - til­val­in jóla­gjöf fyr­ir mat­gæðing­inn. Mbl.is/ Nordic Wasa­bi
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert