Nordic Wasabi hefur verið að gera það gott á árinu sem er að líða og hefur varan þeirra ratað á sum bestu veitingahús Íslands og Evrópu, ásamt því að vera dásömuð af stjörnukokkum víða um heim.
Einn af þeim kokkum sem dásama Nordic Wasabi hér á landi er okkar ástsæli sjónvarpskokkur Sigurður Hall – en hann er mikill aðdáandi vörumerkisins. Í nýjustu auglýsingaherferð fyrirtækisins kemur Siggi fram í nokkrum stiklum sem hafa yfirskriftina „Siggi segir“, þar sem hann kemur ýmist með góð ráð eða fleygar jólakveðjur sem tengjast Nordic Wasabi. Hann mælir meðal annars með því að hrista upp í hefðunum í ár og að „um gleðileg jól gefum við wasabirót“, segir Siggi. En myndböndin með Sigga má finna á youtuberásinni HÉR.
Stofnandi og framkvæmdastjóri Nordic Wasabi, Ragnar Atli Tómasson, segir það hafa verið frábært að hafa Sigga Hall í sínu liði, þar sem fáir á Íslandi hafi jafnmikil áhrif á kynningu á íslenskum matvælum, hérlendis og á erlendri grundu. „Að fá stuðning hans er mikill heiður og sýnir að við erum með hágæðavöru í höndunum. Þegar við höfðum samband við hann til að fá hann til að segja nokkur orð fyrir litla jólaauglýsingu fór sjónvarpskokkurinn í gang af sinni alkunnu reynslu og við enduðum með fjölda myndbrota sem úr varð safn heilræða sem við settum í hátíðarbúning með dyggri aðstoð auglýsingastofunnar TVIST. Erum mjög ánægð með útkomuna og það varð í raun erfitt að velja úr öllum gullmolunum,“ segir Ragnar Atli.
Jurt. ehf., sem ræktar Nordic Wasabi, var eitt af þeim fyrirtækjum sem fengu úthlutað úr fyrstu úthlutun matvælasjóðs nú á dögunum og verður spennandi að fylgjast með þróun fyrirtækisins árið 2021. Gjafaaskja Nordic Wasabi er fullkomin jólagjöf fyrir matgæðinga alls staðar og enn er tími til að klára síðustu jólagjafirnar á nordicwasabi.is.