Þórunn Högna breytir eldhúsi fyrir klink

Þórunn Högnadóttir, fagurkeri með meiru, hefur gjörbreytt litlu sumarhúsi fyrir …
Þórunn Högnadóttir, fagurkeri með meiru, hefur gjörbreytt litlu sumarhúsi fyrir lítinn pening mbl.is/Mynd aðsend

Hún er einstaklega útsjónarsöm og smart þegar kemur að því að skreyta og gera fallegt á heimilinu – og þá er sumarhúsið heldur engin undantekning. Við erum að sjálfsögðu að vitna í fagurkerann Þórunni Högna.

Þórunn og maðurinn hennar Brandur keyptu gamlan bústað í lok sumars á þessu ári. Húsið er byggt árið 1974 og er 60 fermetrar að stærð. Þau áttu lóð í Grímsnesi og létu flytja bústaðinn þangað, en húsið stóð áður í Munaðarnesi. „Við létum flytja húsið núna í september síðastliðnum, þá var bæði vatn og rafmagn komið að lóðarmörkum. Maðurinn minn er búinn að vera að vinna á fullu í að koma húsinu í stand fyrir veturinn en allar svona famkvæmdir taka sinn tíma – sem getur tekið heilmikið á fyrir eins óþolinmóða manneskju og mig,“ segir Þórunn og hlær – en þau gistu fyrstu nóttina í húsinu tveimur mánuðum eftir flutninga.

Þórunn var með ákveðnar hugmyndir hvað hana langaði til að gera með húsið að innan, enda eru verkefni sem þetta þau allra skemmtilegustu fyrir fagurkera eins og Þórunni. „Við máluðum húsið svart að utan en það var áður ljósgrátt. Eins lökkuðum við alla gluggapósta, hurðar og bita í loftum svarta. Meira að segja eldhúsinnréttingin og uppþvottavélin eru núna svartar að lit en sú breyting var alls ekki kostnaðarsöm. Við tókum einnig kastara og loftljós í herbergjum og spreyjuðum svört með lakkspreyi frá Slippfélaginu, og það kemur mjög vel út,“ segir Þórunn. Á stefnuskránni er að skipta um borðplötu og vask í eldhúsinu og seinna meir vilja þau dekkja gólfið í húsinu. Og þar sem lagnir skemmdust í flutningum mun baðherbergið fá yfirhalningu.

Þórunn og fjölskylda hafa verið mikið í sumarhúsinu undanfarið, enda alltaf nóg að græja og gera. Hún segir skemmtilegt að hafa verkefni sem bíða eftir að vera kláruð en þessa stundina er maðurinn hennar að smíða pall, svo heiti potturinn geti verið nothæfur um jólin. „Við fjölskyldan ætlum að halda jólin í sveitinni, þetta verða því öðruvísi jól – notaleg og kósí,“ segir Þórunn sem bætir því við að þau muni reyna að halda í hefðir eins og hægt er, þrátt fyrir ástandið í dag. En hvað skyldi vera í matinn hjá þeim heiðurshjónum á aðfangadagskvöld? „Við verðum með humar í forrétt og hamborgarhrygg ásamt meðlæti í aðalrétt. Eftirrétturinn verður súkkulaðimarengskaka með rjóma, ferskum berjum og snickerssósu,“ segir Þórunn að lokum og óskar gleðilegra jóla.

Eldhúsið hefur sannarlega tekið breytingum, með eingöngu spreyi og smá …
Eldhúsið hefur sannarlega tekið breytingum, með eingöngu spreyi og smá málningu. mbl.is/Mynd aðsend
Það er jólalegt og kósí stemning í sumarhúsinu hjá Þórunni …
Það er jólalegt og kósí stemning í sumarhúsinu hjá Þórunni Högna og fjölskyldu. mbl.is/Mynd aðsend
Svona leit eldhúsið út áður en Þórunn tók það í …
Svona leit eldhúsið út áður en Þórunn tók það í sínar hendur. mbl.is/Mynd aðsend
Séð inn í stofurýmið fyrir breytingar.
Séð inn í stofurýmið fyrir breytingar. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert