Við megum alls ekki gleyma möndlugjöfinni sem er orðin stór hluti af góðri hefð hjá mörgum fjölskyldum. Ár eftir ár reynum við að finna nýjar hugmyndir að góðri gjöf – og hér eru nokkrar tillögur.
Lakkrís eða konfektkassi er alltaf góð gjöf og eitthvað sem allir geta hámað í sig yfir góðri jólaræmu.
Mbl.is/©Lakrids by Bülow
Púsluspil fellur seint úr gildi – og með slíka gjöf í hendi er hægt að gleyma sér tímunum saman.
Mbl.is/Getty images
Falleg glös eða kampavínsflaska mun slá í gegn hjá eldri kynslóðinni. Til eru ýmis vín á markaðnum í dag, áfeng eða óáfeng.
Mbl.is/©Ferm Living
Borðspil er skotheld gjöf yfir jólin og fullkomin sem möndlugjöf. Jafnvel Yatzi, mikado, eða Pub Kviss sem fæst í fullorðins- og barnaútgáfu.
mbl.is/
Það hafa allir not fyrir handklæði, en þetta hér er íslensk hönnun frá Takk Home.
Mbl.is/Takk Home
Flest allir hafa gaman að því að baka og bókin með Elenoru Rós er sú allra vinsælasta í dag. Því fullkomin möndlugjöf þetta árið.
Mbl.is/Edda