Góð bók er vonandi eitthvað sem flestir sáu undir jólatrénu í ár. Og þegar þú getur sameinað það besta í lífinu – þá verður útkoman nokkurn veginn svona.
Bókaormurinn Lauren Farrell er 29 ára gömul og hefur síðustu fjögur árin verið að æfa sig í að baka kökur sem eru eftirmynd af uppáhaldsbókunum hennar. Áhuginn spratt út frá því að hún færði vinum sínum í bókaklúbbnum litlar kexkökur og ákvað að sykurskreyta þær eins og bókarkápur.
Eftir það varð ekki aftur snúið, því Lauren hefur hvorki hætt að lesa né baka síðan þá. Hún bakaði til að mynda kökur sem líktust öllum tólf bókunum sem klúbburinn las á síðasta ári svo eitthvað sé nefnt. Myndir af kökunum hafa farið víða um netheimana eins og við er að búast. Og hafa höfundar bókanna deilt skoðunum sínum á listrænum bakstrinum – og hafa ekkert nema jákvætt um kökurnar að segja.