Heltekinn af stórmarkaði

Josh er forfallinn aðdáandi verslunarkeðjunnar Lidl.
Josh er forfallinn aðdáandi verslunarkeðjunnar Lidl. Mbl.is/ Tom Maddick / SWNS

Hann er þekkt­ur í sín­um heima­bæ sem Hr. Lidl, enda með stór­markaðinn gjör­sam­lega á heil­an­um – og hef­ur gengið skref­inu lengra en marg­ir aðrir aðdá­end­ur.

Josh Smith er 24 ára, og væg­ast sagt heltek­inn af versl­un­ar­keðjunni Lidl. Hann á smekk­full­an fata­skáp af föt­um merkt­um fyr­ir­tæk­inu sem hann klæðist alla jafna á al­manna­færi, kær­ust­unni sinni, Becky Haigh, til mik­ill­ar skamm­ar. Becky tókst þó ný­verið að tala Josh ofan af því að fá sér húðflúr með merki stór­keðjunn­ar, en Josh á til að mynda jogg­inggalla, sokka, tvö skópör og inni­skó í safn­inu.

Josh keypti nán­ast all­ar jóla­gjaf­irn­ar í Lidl og hef­ur með tím­an­um náð að sann­færa Becky um að þetta sé hin eina sanna versl­un, þó að Becky gangi ekki svo langt að fylla fata­skáp­inn sinn af föt­um merkt­um Lidl. Josh seg­ir versl­un­ina það frá­bæra að hún hafi allt til alls. Jafn­vel hluti sem þú viss­ir ekki að þig vantaði – en eitt sinn fór hann þar inn eft­ir kjúk­ling og kom út með háþrýsti­dælu sem hann óraði ekki fyr­ir að hann vantaði fyrr en hann sá græj­una.

Eft­ir að hann fór að mæta í versl­un­ina íklædd­ur fatnaði merkt­um Lidl hafi fólk farið að kalla hann Mr. Lidl. Hann hef­ur því látið út­búa skilti með yf­ir­skrift­inni sem hang­ir heima hjá þeim Becky, henni til mik­ill­ar „ánægju“.

Fataskápurinn hans Josh, einkennist að mörgu leiti af fatnaði merktu …
Fata­skáp­ur­inn hans Josh, ein­kenn­ist að mörgu leiti af fatnaði merktu Lidl. Mbl.is/ Tom Maddick / SWNS
Mbl.is/ Tom Maddick / SWNS
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert