Sláandi staðreyndir um borðtuskuna þína

Hversu oft þværðu borðtuskuna þína.
Hversu oft þværðu borðtuskuna þína. mbl.is/moneycrashers

Við komumst ekki langt án borðtuskunnar í eldhúsinu, sem við grípum reglulega í til að þurrka burt óhreinindi á borðum. En þetta þarftu að vita um tuskuna þína.

Þrifspekúlantar þarna úti telja að örtrefjaklútar séu bestu borðtuskurnar, en slíkar tuskur má þvo oft og reglulega og þær þorna fljótt. Bómullartuskur þorna ekki eins vel og því ná bakteríur frekar að grassera í slíkum tuskum.

Það er þó ekki allt dans á rósum með örtrefjaklútanna, því matarleifar eiga það til að festast meira í tuskunum. Og þá skiptir einnig máli hvaða matarleifar um ræðir, því brauðmylsna og bleyta er ekki jafn skaðleg og kjötsafi. Munið einnig að skola tuskurnar vel eftir notkun og hengja þær t.d. yfir kranann á vaskinum svo að þær þorni fljótt. Sé tuskan farin að lykta skaltu setja hana í þvott. Þá ber einnig að hafa í huga að tuskur þarf að þvo á 60-90° til að losna við bakteríurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert