Salatið sem mittismálið elskar

Einstaklega gott sesar salat frá Snorra hjá Matur og myndir …
Einstaklega gott sesar salat frá Snorra hjá Matur og myndir - og dressingin er upp á tíu. Mbl.is/Snorri Guðmundsson

Brak­andi ferskt ses­ar­sal­at með bei­koni, heima­gerðum brauðten­ing­um og óheyri­lega góðri dress­ingu – er það sem mitt­is­málið ósk­ar eft­ir á nýju ári. Upp­skrift­in er í boði Snorra Guðmunds hjá Mat og mynd­um.

Salatið sem mittismálið elskar

Vista Prenta

Sal­atið sem mitt­is­málið elsk­ar (fyr­ir 2)

  • Kjúk­linga­bring­ur, 2 stk.
  • töfrakrydd, 1 msk. / Pottagaldr­ar
  • romaines­al­at, 1 meðal­stór haus
  • kirsu­berjatóm­at­ar, 80 g
  • rauðlauk­ur, 1 lít­ill
  • súr­deigs­brauðsneiðar, 2 stk.
  • hvít­lauks­duft, 0,5 tsk.
  • beikonsneiðar, 6 stk.
  • an­sjó­s­ur, 2 stk. / fást í dós í Mela­búðinni
  • hvít­lauk­ur, 4 g / eitt rif
  • par­mes­an, 15 g + meira eft­ir smekk yfir sal­atið
  • jap­anskt maj­ónes, 60 g / má vera venju­legt
  • hvít­vín­se­dik, 0,5 msk.
  • stillið ofn á 180°C með blæstri.

Aðferð:

  1. Veltið kjúk­linga­bring­um upp úr smá olíu og kryddið með töfrakryddi. Látið mar­in­er­ast á meðan unnið er í öðru.
  2. Dreifið beikonsneiðum yfir ofn­plötu með bök­un­ar­papp­ír og bakið í miðjum ofni í 12-15 mín. (fylg­ist vel með svo bei­konið brenni ekki við).
  3. Rífið súr­deigs­brauðið í bita og veltið upp úr ólífu­olíu, salti og hvít­lauks­dufti. Dreifið yfir ofn­plötu og bakið í neðstu grind í ofni í um 10 mín. eða þar til brauðið er orðið fal­lega gyllt.
  4. Rífið 15 g af par­mes­an með fínu rif­járni og pressið hvít­lauksrif. Maukið sam­an an­sjó­s­ur, rif­inn par­mesanost, pressaðan hvít­lauk, maj­ónes, hvít­vín­se­dik og 0,5 msk af vatni með töfra­sprota þar til allt hef­ur sam­lag­ast að fullu. Smakkið til með salti ef þarf.
  5. Hitið smá olíu á pönnu við meðal­há­an hita og steikið kjúk­linga­bring­urn­ar í 2,5 mín á hvorri hlið. Færið kjúk­ling­inn í eld­fast mót og bakið í miðjum ofni í 15 mín eða þar til kjúk­ling­ur­inn er hvít­ur í gegn og fulleldaður.
  6. Leyfið kjúk­lingn­um að hvíla og sneiðið ekki fyrr en rétt áður en mat­ur­inn er bor­inn fram svo hann hald­ist safa­rík­ur.
  7. Saxið romaines­al­at gróft, sneiðið rauðlauk, skerið tóm­ata í bita, skerið bei­kon í bita.
  8. Setjið sal­at, lauk, brauðten­inga, tóm­ata og bei­kon í stóra skál ásamt rúm­lega helm­ingn­um af dress­ing­unni og blandið vel sam­an. Dreifið kjúk­ling yfir og rífið par­mesanost yfir eft­ir smekk.
  9. Berið fram með af­gang­in­um af dress­ing­unni til hliðar.
Mbl.is/​Snorri Guðmunds­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert