Það er engin önnur en Berglind Guðmundsdóttir á Gulur, rauður, grænn og salt sem á þessa uppskrift sem hún segir að sé bæði einfalt, fljótlegt, hollt og afskaplega gott.
Hún játar að andalæri séu hennar uppáhalds skyndibiti og þetta salat er sannkallað skyldusmakk.
Salat með stökku andalæri og volgri beikon vinagrette
Fyrir 4
Beikon vinagrette
Aðferð: vinagrette
Hitið olíu á pönnu og bætið skarlottulauk og hvítlauk þar í. Steikið í 2-3 mínútur en varist að laukurinn brenni. Bætið svo beikonbitunum saman við og hrærið stöðugt þar til beikonið er orðið stökkt. Blandið púðursykrinum saman við og takið af hitanum. Bætið þá balsamik ediki og dijon sinnepi. Að lokum setjið ólífuolíu og hrísgrjónaedik saman við allt. Látið aftur yfir hitann og hitið í eina mínútu til viðbótar. Haldið dressingunni volgri.
Aðferð - salat:
1. Takið andalærin úr dósunum og setjið í ofnfast mót með skorpuna upp. Kryddið með sjávarsalti, svörtum pipar og rósmarín. Látið í 180°C heitan ofn í um klukkustund. Aukið hitann undir lok eldunartímans svo skorpan verði stökk.
2. Skerið sætu kartöfluna í litla bita. Hitið olíu á pönnu og steikið sætu kartöfluna þar til kartöflurnar eru farnar að mýkjast. Saltið og piprið.
3. Setjið salatið í skál. Látið fræin úr granateplinu þar yfir og þá sætu kartöflurnar.
4. Rífið andalærin niður og setjið yfir allt. Blandið vel saman.
5. Setjið á disk og berið fram með volgri beikon vinagrette.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl