Litirnir sem þú átt að mála eldhúsið í

Litir hafa mikið um það að segja, hvernig þér líður …
Litir hafa mikið um það að segja, hvernig þér líður á heimilinu. mbl.is/Getty Images

Samkvæmt fornri kenningu Feng Shui um innanhússhönnun og arkitektúr eru litir einnig mikilvægur þáttur í almennri vellíðan og ró á inni á heimilinu og þar er eldhúsið engin undantekning.

Flest íslensk heimili eru máluð í ljósum litum, þó að aðrir litir hafi verið að færa sig upp á skaftið. Litir geta nefnilega haft mikil áhrif á það hvernig þér líður. Næst þegar þú hefur hug á að taka upp pensilinn og mála skaltu taka mið af því hvaða stemningu og orku þú vilt ná í rýminu.

Appelsínugulur er örvandi fyrir bragðlaukana. Eins er liturinn tilvalinn þar sem þú vilt eiga góðar stundir með vinum og þínum nánustu, til dæmis í eldhúsinu eða borðstofunni. Í rýmum sem máluð eru í þessum lit þykir fólki það vera velkomið og líður vel.

Grænn þykir almennt róandi litur og á sama tíma er hann hvetjandi. Hann þykir þægilegur að horfa á og veitir afslappandi orku í rýminu. Grænn er góður litur í þau rými þar sem þú vilt ná góðri slökun og hafa það huggulegt. Grænn passar því einnig inn í eldhús eins og appelsínugulur – og eins er græni liturinn æðislegur í svefnherbergið.

Brúnn og jarðlitir minna okkur á náttúruna – tré, leður, súkkulaði og kaffi. Og þar með rólegheit, afslöppun og frítíma. Þessa liti skaltu velja í stofuna eða svefnherbergið, þar sem þú kýst 100% kósíheit.

Gulur er bjartur og sumarlegur litur og samkvæmt Feng Shui er gulur upplífgandi og örvandi litur. Gulur örvar taugakerfið og skerpir huga og einbeitingu, og þar fyrir utan ýtir hann undir jákvæðni. Liturinn hentar því vel í eldhús eða á heimaskrifstofuna – þar sem þú vilt vera skapandi og með einbeitinguna í lagi.

Blár er fullkominn í svefnherbergið eða inn á bað, því liturinn skapar róandi stemningu – rétt eins og þú liggir úti undir berum himni.

Bleikur og fjólu-tónar þykja rómantískir og kvenlegir litir. En þeir eru líka róandi og því frábærir í svefnherbergið.

Rauður litur öskrar á athygli, og liturinn þykir einnig mjög örvandi. Rauður er ekki litur sem þú vilt mála allt heimili þitt með en getur komið vel út á einum ákveðnum vegg á heimilinu  en þá þarf að vanda valið.

Svartur er andstæðan við allt sem er létt og ljóst. Svartur getur virkað niðurdrepandi á marga en aðrir horfa á litinn sem valdeflandi. Íhugaðu hvaða áhrifum þú vilt ná fram með svarta litnum áður en þú byrjar að mála.

Grænn litur hentar vel í svefnherbergið sem og eldhúsið, þar …
Grænn litur hentar vel í svefnherbergið sem og eldhúsið, þar sem liturinn er róandi og þægilegur. mbl.is/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert