Þessi pítsa kallast Ein með öllu þar sem það er ansi mikið álegg á henni og hún því með eindæmum ljúffeng. Ef það gefst ekki tími til að búa til eigið pítsudeig má að sjálfsögðu kaupa það tilbúið.
Athugið að hægt er að gera deigið deginum áður, skipta niður í fimm kúlur, hjúpa hverja með olíu og setja hverja og eina í sér filmuplasts/ziplock-poka og geyma í kæli. Mikilvægt er síðan að leyfa deiginu að ná stofuhita áður en það er teygt út og álegg sett á.
Ein með öllu-pítsa
5 skammtar
Pítsudeig:
- 660 g hveiti
- 400 ml volgt vatn
- 2 tsk. salt
- 1 pk þurrger
- 2 msk. jómfrúarólífuolía
Álegg:
- pítsusósa
- rifinn pítsuostur frá Gott í matinn
- piparostur
- hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
- steikt nautahakk
- stökkt beikon (niðurskorið)
- pepperoni
- græn paprika
- rauðlaukur
- sveppir
- ferskt timían
Pítsudeig
- Setjið þurrefnin í hrærivélarskál og festið krókinn á (þetta deig má einnig hnoða í höndunum en þá þarf að gera stóra holu í þurrefnahrúguna og blanda vatni og olíu saman við í nokkrum skömmtum).
- Blandið þurrefnunum saman og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.
- Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í 1½-2 klukkustundir.
Pizza
- Skiptið deiginu í fimm hluta.
- Setjið álegg á hvern botn og bakið við 220°C í 13-15 mínútur.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir