Flugvélamatur mun breytast

Nýr matseðill hefur litið dagsins ljós hjá British Airways.
Nýr matseðill hefur litið dagsins ljós hjá British Airways. mbl.is/British Airways

Þú kannast við að finna ilminn af matnum í flugvélum áður en þú berð hann augum. Ilmur af óljósum örbylgjumat dreifir sér um alla ganga eins og þungt ský. Þetta mun nú allt saman breytast!

Flugfélagið British Airways hefur ráðið til sín stjörnukokkinn Tom Kerridge, sem hefur farið yfir matseðilinn í vélunum og gert stórvægilegar breytingar. Nýi matseðillinn verður fáanlegur á „Speedbird Café“, þar sem þú kaupir þína máltíð um borð. Og á matseðli má meðal annars finna steikur, samloku með skinku og reyktum cheddarosti, kjúklinga-, beikon- og sellerí-baguette, kryddað blómkál, kjúkling og tortilla – ásamt kampavíni, kokteilum og mörgu mörgu fleiru.

Panta verður matinn 12 tímum fyrir brottför á heimasíðunni HÉR, þar sem einnig er hægt að kaupa tollfrjálsan varning áður en lagt er af stað.

Nú geta farþegar keypt dýrindis samlokur og kampavín er þeir …
Nú geta farþegar keypt dýrindis samlokur og kampavín er þeir ferðast. mbl.is/British Airways
Það er stjörnukokkurinn Tom Kerridge sem sér um matinn um …
Það er stjörnukokkurinn Tom Kerridge sem sér um matinn um borð. mbl.is/British Airways
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert