Geggjað falafel með tahinisósu

Einstaklega gott falafel með æðislegri tahini sósu.
Einstaklega gott falafel með æðislegri tahini sósu. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér kemur girnileg uppskrift fyrir þá sem taka þátt í veganúar – einstaklega einföld og góð uppskrift í boði Hildar Rutar. Hún mælir með að stinga bollunum í pítubrauð fyrir krakkana, sem elska réttinn.

Geggjað falafel með tahinisósu

  • 1 dós smjörbaunir, 400 g
  • 2½ dl frosnar grænar baunir, þíddar
  • 1 dl steinselja eða kóríander
  • ½ dl spelt
  • ½ dl sesamfræ + auka til að velta bollunum upp úr
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk. kummín
  • salt og pipar

Meðlæti

  • kínóa, eldað eftir leiðbeiningum eða keypt tilbúið
  • avókadó
  • agúrka
  • steinselja eða kóríander
  • granatepli, fræ

Sósa

  • 3 msk. tahini
  • safi úr ½-1 sítrónu
  • ca 2 cm ferskur engifer, rifinn
  • vatn eftir smekk, til að þynna sósuna

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sigta vatnið frá smjörbaununum og affrystið grænu baunirnar.
  2. Blandið saman baunum, steinselju eða kóríander, spelti, sesamfræjum, pressuðu hvítlauksrifi, kummíni, salti og pipar í matvinnsluvél þar til þetta er orðið að einhvers konar deigi í útliti.
  3. Útbúið litlar bollur úr deiginu (ég notaði teskeið) og veltið þeim upp úr sesamfræjum (má sleppa).
  4. Raðið á smjörpappír í eldfast mót eða á ofnplötu og dreifið ólífuolíu yfir þær.
  5. Bakið þær í 18-20 mínútur við 200°C eða þar til þær eru orðnar aðeins gylltar.
  6. Blandið saman í sósuna. Bætið vatni eftir smekk til að þynna hana og hrærið vel.
  7. Raðið saman í skál eftir smekk: Kínóa, avókadósneiðum, smátt skorinni agúrku, falafelbollum, fræjum úr granatepli, saxaðri steinselju eða kóríander og dreifið sósunni yfir. Einnig gott að bera fram með hummus.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka