Svona losnar þú við raka í gluggum

Hér eru skotheld ráð til að losan við móðu á …
Hér eru skotheld ráð til að losan við móðu á rúðunni. mbl.is/more.fm

Það er hvorki gott fyrir heimilið né heilsuna að glíma við raka innan á gluggum. Þegar raki myndast geta fljótt myndast sveppir og mygla í gluggunum sem við viljum alls ekki sjá á heimilinu.

Sex góð ráð til að losa raka úr gluggum

  • Loftaðu út – sjáðu til þess að lofta út á daginn, helst þrisvar sinnum yfir daginn í tíu mínútur.
  • Þurrkaðu af – ef það myndast raki í glugganum skaltu þurrka bleytuna burt með eldhúsrúllu eða tusku. Látir þú bleytuna vera eru meiri líkur á að sveppir eða mygla myndist.
  • Ofn undir gluggann – það er ekki að ástæðulausu sem ofnar eru settir undir gluggana, því þeir þurrka upp loftið á móti því kalda sem kemur frá glugganum.
  • Passaðu hitastigið – köld rými draga til sín heita loftið sem leikur um afganginn af húsinu, og það gefur raka. Sjáðu til þess að hitastig í herbergjum fari ekki undir 17°.
  • Nýir gluggar – það getur verið að gluggarnir séu orðnir gamlir og nýir þurfi að taka við.
  • Rakamælir – rakamælar eru ágætis fjárfesting til að fylgjast betur með rakastiginu á heimilinu og geta þá brugðist við ef þarf.

Og þeir sem glíma við móðu í bílrúðum ættu að skoða myndbandið hér fyrir neðan, því þetta skothelda húsráð mun breyta öllu hvað það varðar. Hér þarftu gamla sokka og kattasand í verkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka