Best geymda geymsluráðið til þessa

Best geymda geymsluráð síðari ára, er snýr að nautahakki.
Best geymda geymsluráð síðari ára, er snýr að nautahakki. Mbl.is/zarretail.co.za

Það jafnast ekkert á við góð geymsluráð, sérstaklega þegar þau snúa að matvörum – þá sperrum við eyrun og leggjum við hlustir.

Við vitum öll hversu langan tíma það getur tekið fyrir nautahakks-klump úr frysti að þiðna og þá eru góð ráð dýr þegar kvöldmatartíminn nálgast. Kona nokkur, sem kýs að kalla sig „Sunnyboo72“ á TikTok, deildi myndbroti af því hvernig best væri að geyma nautahakk í frysti og fá það til að þiðna fljótt.

Hún tekur 750 grömm af hakki sem hún skiptir niður í tvo poka – en það er fyrsta skrefið í þessu öllu saman, að hafa ekki of mikið í hvorum poka. Síðan þrýstir hún hakkinu jafnt til hliðanna þannig að ekki sé um klump að ræða, heldur jafna þykkt (um einn sentimetra). Þannig tekur hakkið bæði minna pláss í frysti og er mun fljótara að þiðna.

Almennt var fólk mjög hrifið af hugmyndinni en einhverjir settu út á að konan skyldi ekki þvo sér um hendurnar eftir að hafa meðhöndlað hrátt hakkið og því næst opnað frystinn. En við verðum að gefa konunni það að hún hafði rétt um 15 sekúndur til að koma þessu til skila á miðlinum.

@sunnyboo72

Saves so much freezer room defrosts in 1/2 the time like a hr enjoy #lifehackvideo #lifehacks

♬ Ultimate life hacks - Kelly - The Life Bath
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert