Enga sýkla þegar blásið er á kertin takk

Afmæliskökur hafa þurft að taka á móti breytingum eftir heimsfaraldurinn.
Afmæliskökur hafa þurft að taka á móti breytingum eftir heimsfaraldurinn. Mbl.is/Pinterest_cookingclassy

Það hefur svo margt breyst undanfarið ár. Gamla góða afmæliskakan hefur þurft að taka á sig breytingar – því enginn vill taka þá áhættu að fá sýkla á kökuna þegar blásið er á kertin.

Það er fátt meira spennandi fyrir þann sem á afmæli en að blása á kertin á kökunni. En það er minna spennandi fyrir alla hina sem munu þiggja sneið, þar sem búið er að „frussa“ nokkrum munnvatnssýklum yfir sykruðu bombuna. Og til þess að koma í veg fyrir þetta hefur kona að nafni Krystal Rochelle fundið lausnina! Hún einfaldlega setti plasthjálm yfir kökuna þar sem hún bræðir smá kertavax og lætur leka á hjálminn til að festa kertin. Þannig helst kakan varin fyrir öllu öðru rétt á meðan afmælisbarnið blæs og fær ósk sína uppfyllta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert