Fallegt matarstell á borðum er eins og glæsilegur galakjóll á góðri stundu – það verður allt aðeins meira grand og vekur eftirtekt.
Jars er eitt vinælasta matarstell Frakka og á sér langa sögu, því fyrirtækið hefur framleitt borðbúnað frá árinu 1857. Maður að nafni Pierre Jars stofnaði fyrirtækið af mikilli ástríðu fyrir leirlist og góðu handverki – sem hefur erfst áfram yfir í næstu kynslóðir, og er enn í dag vandlega útfært í fjölskyldufyrirtækinu. Jars hugar einnig að umhverfinu, en þeir endurvinna bæði vatn og leirblöndur svo ekkert fari til spillis.
Vörurnar frá Jars sameina ímyndunarafl og glæsileika sem endurspeglast svo vel í vöruúrvalinu þeirra með marglitum skálum og diskum sem gleðja hvert auga. Og það er einmitt í tilteknu matarstelli, þar sem línur og form eru óregluleg og hægt að blanda borðbúnaðinum saman að vild – og skapa þannig sína eigin sögu við borðið. Þetta dásemdarmatarstell fæst nú hér á landi í versluninni Kokku.