Syndsamlega gott skinkupasta sem er löðrandi í osti

Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Í dag er hinn fullkomni dagur til að gæða sér á gómsætum kolvetnum en þessi pastaréttur inniheldur nánast ólöglegt magn af osti. Fyrir ketó fólkið má skipta pastanu út fyrir eitthvað annað en ef það er eitthvað sem við þurfum á að halda á degi sem þessum þá er það matur sem inniheldur ost.

Syndsamlega gott skinkupasta sem er löðrandi í osti

Fyrir fjóra

  • 500 g pasta
  • 2 msk. smjör
  • 250 g sveppir
  • 1 skinkubréf
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 200 g rjómaostur með karamellíseruðum lauk
  • 100 g hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
  • 1 dl matreiðslurjómi frá Gott í matinn
  • 1⁄2 tsk. salt
  • 1⁄4 tsk. pipar
  • 1⁄4 tsk. chiliflögur

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum, gott er að salta vatnið aðeins. Setjið smjör á pönnu undir meðal háan hita. Skerið sveppi gróflega niður ásamt skinkunni og steikið. Þegar sveppirnir eru brúnaðir á pönnunni bætið þá hvítlauknum saman við og steikið létt. Setjið báða rjómaostana saman við ásamt matreiðslurjóma og hrærið vel þar til allt hefur blandast vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. Þeir sem vilja gera aðeins sterkara pasta þá er gott að setja smá chilliflögur saman við. Blandið pastanu saman við og hrærið saman við sósuna. Gott er að setja smá pastasoð saman við ef ykkur finnst sósan of þykk.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir

Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka