Stella Rún sem heldur úti hinni bráðskemmtilegu matarbloggsíðu Ilmurinn úr eldhúsinu, á heiðurinn að þessari kjötsúpu sem ætti að gleðja hjörtu enda fátt betra í janúar en góð súpa.
„Á hverju hausti fæ ég óstjórnlega löngun í ekta íslenska kjötsúpu, þessa eins og amma gerir. Löngunin var nú óvenju seint á ferðinni þetta árið enda höfum við fengið afskaplega gott og fallegt haust. Það hlaut þó að koma að því svo um helgina var stóri potturinn sóttur inn í búr og kjötsúpan látin malla dágóða stund."
„Það virðist sem hver og ein fjölskylda eigi sína útgáfu af kjötsúpu. Sumir nota hafra og hrísgrjón til að þykkja hana örlítið, annað hvort eða bæði. Sumir kjósa að sleppa grjónum alveg og vilja hana tæra o.s.frv. Ég hef komist að því að mér finnst best að nota banka- eða perlubygg. Það heldur sér svo vel og verður ekki „mushy“, ekki einu sinni við upphitun daginn eftir. Ég nota byggið frá Móður jörð en byggið er frábært hráefni í alls konar rétti."
Íslensk kjötsúpa
Hin klassíska íslenksa kjötsúpa sem stendur alltaf fyrir sínu.
Aðferð:
*nota má hvaða grjón sem er. Algent er að nota blöndu af hrísgrjónum og haframjöli. Þó að 90 mín dugi vel til að elda allt í gegn skal tekið fram að súpan batnar bara eftir því sem hún fær að malla lengur. Það má því leyfa henni að krauma á hellunni í dágóða stund hafi maður tíma til.
Uppskrift þessi er frekar stór en sjálfsagt að smækka hana niður fyrir minni heimili. Það er þó mín skoðun að kjötsúpa sé frábær afgangamatur og jafnvel betri daginn eftir og því um að gera að útbúa meira en minna.