Í ljósi breyttra verslunarhátta í kjölfar kórónufaraldursins hefur Costco tilkynnt að fyrirtækið ætli að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að versla á netinu og sækja vörurnar á þar til gerðum svæðum fyrir utan verslunina.
Fyrst um sinn verður nýja kerfið prófað í þremur verslunum í Albuquerque í Nýju-Mexíkó. Fregnir af þessu hafa farið eins og eldur í sinu og bíða viðskiptavinir um heim allan eftir að boðið verði upp á þessa þjónustu í verslunum fyrirtækisins nálægt þeirra heimabyggð.
Engum sögum fer af því hvort fyrirhugað sé að bjóða upp á þjónustuna á Íslandi í framtíðinni en tímarnir breytast hratt þessi dægrin og verslunaraðferðir með.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl