Hélt að takkarnir væru að detta af

Kona nokkur hélt að takkarnir væru að detta af örbylgjuofninum …
Kona nokkur hélt að takkarnir væru að detta af örbylgjuofninum hennar, þegar raunin var allt önnur. mbl.is/

Kona nokkur deildi vandræðalegu augnabliki á samfélagsmiðlum þegar hún hélt að takkarnir væru að detta af örbylgjuofninum – en svo reyndist ekki vera.

Konan er frá Ástralíu og keypti ofninn fyrir fimm árum. Nýverið kastaði hún því fram á Facebook að hún héldi að takkarnir væru að slitna eða hreinlega detta af örbylgjuofninum. Það var þá sem hún áttaði sig á því að hlífðarplastið væri ennþá á – hún hafði aldrei tekið það af þegar hún keypti ofninn. Jákvæða hliðin á þessu öllu saman er þá sú að hún er með glænýtt útlit á ofninum í dag.

Athugasemdir við færsluna létu ekki á sér standa, því margir viðurkenndu að hafa gert sömu mistökin. Maður sem vinnur í verslun sagðist þekkja þetta „vandamál“ því fólk kæmi ítrekað með vörur sem það segði gallaðar og vildi fá þeim skilað. Kona viðurkenndi að hafa gleymt öryggisplastinu á geislaspilaranum í bílnum sínum mánuðum saman – greinilega ekki mikið notaður.

Konan átti hreinlega eftir að taka plastið af takkaborðinu.
Konan átti hreinlega eftir að taka plastið af takkaborðinu. Mbl.is/Facebook
Mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert