Hringlaga borð eru smart og móðins og fást í ótal útfærslum. Við fórum í búðarölt á netinu og tókum stöðuna á því sem er til í verslunum hér heima – og nóg er úrvalið.
Fallegt og fágað borð frá vörumerkinu Gubi. Borðið er fáanlegt í nokkrum útfærslum. Fæst í Epal.
Mbl.is/Gubi
Borðstofuborð úr svörtum marmara og með metal fæti, 130 cm. Fæst í Ilva.
Mbl.is/Ilva
Fallegt hringlaga borðstofuborð úr mango við og með járnfætur, 130 cm. Fæst í Fakó.
mbl.is/House Doctor
Nett og flott borð sem passar í flest rými. Fæst í nokkrum viðartegundum, litum og útfærslum, 110 cm. Fæst í Húsgagnahöllinni.
Mbl.is/Ibiza
Fallegt form í þessu hringlaga borði frá HK Living, kemur í þrem litum – stærð 140 cm. Fæst hjá Rvkdesign.is.
Mbl.is/HK Living
Hringlaga borð með tvískiptri plötu úr gegnheilum aski og lakkað svart - stálfætur eru á borðinu, 160 cm. Fæst í Línunni.
Mbl.is/Línan
Skúlptúrað borð frá MDF Italia, hannað af franska arkitektinum Jean Nouvel. Fæst í Pennanum.
Mbl.is/MDF Italia
Hringlaga borð sem hægt er að stækka. Fáanlegt í gegnheilum aski í 12 litum og mörgum stærðum. Fæst í Módern.
Mbl.is/Kristensen & Kristensen
Einfalt og smart borð frá danska merkinu Ferm Living. Fæst í Epal.
mbl.is/Ferm Living